Makrílskip hafa aflað ágætlega í Smugunni síðustu daga, en um hríð hafði veiði verið treg og mikill tími farið í leit. Þegar veiði hófst fyrir alvöru var afla Síldarvinnslu- og Samherjaskipanna, sem eru í veiðisamstarfi, dælt um borð í Barða NK, sem …

Makrílskip hafa aflað ágætlega í Smugunni síðustu daga, en um hríð hafði veiði verið treg og mikill tími farið í leit.

Þegar veiði hófst fyrir alvöru var afla Síldarvinnslu- og Samherjaskipanna, sem eru í veiðisamstarfi, dælt um borð í Barða NK, sem var væntanlegur til Neskaupstaðar með 1.400 tonn nú í nótt. Beitir NK er á leið til Álasunds í Noregi með 840 tonn og 860 tonn voru komin í Vilhelm Þorsteinsson EA í gær.

Frést hefur að nú hafi einnig veiðst makríll í íslenskum sjó þannig að það er víða mikið um að vera hjá makrílskipunum.