Fólk getur til að mynda ímyndað sér hversu margar skattahækkanir hafa verið bornar á borð í gegnum árin sem við sjálfstæðismenn höfum hvað eftir annað hafnað.
Það eru mikil forréttindi að vera í starfi sem veitir tækifæri til að gera gagn fyrir land og þjóð.
Það eru mikil forréttindi að vera í starfi sem veitir tækifæri til að gera gagn fyrir land og þjóð. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur notið sumarsins ásamt sambýlismanni sínum, Gísla Árnasyni, og ungum syni þeirra, sem móðir hennar var dugleg að passa þegar annir á þingi voru miklar.

Móðir Hildar er Rannveig Jóhannsdóttir kennari, sem varð þjóðþekkt fyrir þátttöku sína í barnatíma sjónvarpsins, Stundinni okkar, þar sem hún var hluti af tvíeykinu vinsæla, Rannveigu og Krumma, sem spjölluðu saman og sungu. Hinrik Bjarnason skrifaði handritið að þáttunum sem voru á dagskrá á árunum 1967-69.

Hildur fæddist árið 1978, um áratug eftir að þáttunum lauk. „Ég hef séð örfáa búta úr þáttunum sem hafa varðveist. Þetta var vel gert hjá þríeykinu: mömmu, Hinriki og Sigríði Hannesdóttur heitinni sem lék Krumma. Þegar ég var krakki og í verslunum með mömmu gerðist það oft að einhver sem hafði horft

...