Hefðbundnar götulokanir verða í miðbænum í dag í tilefni af Gleðigöngu Hinsegin daga. Lokað verður fyrir umferð á fyrstu götunum í kringum klukkan hálfsjö að morgni og verður ekki opnað aftur fyrir umferð fyrr en í kringum klukkan sex í kvöld, hluti …
Hinsegin dagar Lokað verður fyrir umferð um nokkrar götur hluta dags.
Hinsegin dagar Lokað verður fyrir umferð um nokkrar götur hluta dags. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Drífa Lýðsdóttir

drifa@mbl.is

Hefðbundnar götulokanir verða í miðbænum í dag í tilefni af Gleðigöngu Hinsegin daga. Lokað verður fyrir umferð á fyrstu götunum í kringum klukkan hálfsjö að morgni og verður ekki opnað aftur fyrir umferð fyrr en í kringum klukkan sex í kvöld, hluti af Skólavörðustíg verður þó opnaður aftur klukkan þrjú. Meðal þeirra gatna sem lokað verður fyrir umferð á eru Skólavörðustígur, Lækjargata, Fríkirkjuvegur og Sóleyjargata.

Þetta segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali

...