Þorvaldur Árnason, framkvæmdastjóri Samfilm, dreifingarhluta Sambíóanna, segir sumarið hafa gengið vel hjá fyrirtækinu í samtali við Morgunblaðið. „Auðvitað hjálpar það okkar bransa þegar það kemur löng tíð af leiðindaveðri og fólk er í fríi,…
Kvikmynd Margar góðar myndir eru væntanlegar það sem eftir lifir árs, segir framkvæmdastjóri Samfilm.
Kvikmynd Margar góðar myndir eru væntanlegar það sem eftir lifir árs, segir framkvæmdastjóri Samfilm. — Morgunblaðið/Guðmundur Rúnar

Kári Freyr Kristinsson

karifreyr@mbl.is

Þorvaldur Árnason, framkvæmdastjóri Samfilm, dreifingarhluta Sambíóanna, segir sumarið hafa gengið vel hjá fyrirtækinu í samtali við Morgunblaðið.

„Auðvitað hjálpar það okkar bransa þegar það kemur löng tíð af leiðindaveðri og fólk er í fríi, leikskólar eru lokaðir og það þarf að finna eitthvað að gera fyrir krakkana,“ segir Þorvaldur.

Hann segir að árið í heild slái síðasta ári ekki við, en þrátt fyrir það sé sumarið í ár betra en það síðasta. Þannig hafi júnímánuður verið einn sá stærsti í sögu Sambíóanna. Spurður nánar um það segir Þorvaldur skýringuna vera veðrið sem hefur leikið landsmenn grátt í sumar og myndirnar sem hafa verið í boði.

Snerting vinsæl í

...