Nýlega las ég bókina Minor Detail eftir palestínska höfundinn Adania Shibli. Bókin skiptist í tvo hluta, sá fyrri gerist árið 1949 þegar palestínskri stúlku er nauðgað og hún myrt í ísraelskum herbúðum og seinni hlutinn fjallar um konu sem leggst í…

Nýlega las ég bókina Minor Detail eftir palestínska höfundinn Adania Shibli. Bókin skiptist í tvo hluta, sá fyrri gerist árið 1949 þegar palestínskri stúlku er nauðgað og hún myrt í ísraelskum herbúðum og seinni hlutinn fjallar um konu sem leggst í rannsóknarvinnu á þessu atviki, „smáatriði“, sem hefur týnst í langri og harmþrunginni sögu. Þetta er erfið og óþægileg bók, lágstemmd en maður situr eftir í hálfgerðu sjokki eftir lesturinn.

Ein af mínum allra uppáhaldsbókum er Orlando eftir Virginu Woolf. Hún kom út árið 1928 og fjallar um ljóðskáldið Orlando sem lifir öldum saman ýmist sem karl eða kona. Bókin er óður Virginu til ástkonu sinnar Vitu Sackville-West en hún skapaði persónuna Orlando sem eins konar ímyndaða útgáfu af Vitu og bókin hefur verið kölluð lengsta ástarbréf sögunnar. Þetta er skrýtin og skemmtileg bók sem ég get lesið aftur og aftur.

...