Það er ekkert grín að vera svört kona í Bandaríkjunum; hvað þá klár svört kona á framabraut.

Pistill

Ásdís Ásgeirsdóttir

asdis@mbl.is

Í fréttum hafa tvær konur verið áberandi; annars vegar nýr forseti, Halla Tómasdóttir, og hins vegar Kamala Harris, frambjóðandi demókrata til forseta Bandaríkjanna. Báðar eldklárar og duglegar en þurfa að líða fyrir það eitt að vera konur. Gagnrýni sem konur fá yfir sig er af allt öðrum toga en karlar í sambærilegum stöðum þurfa að þola. Gagnrýni á rétt á sér, en allt of oft er talað niður til kvenna. Bæði Halla og Kamala eru stórglæsilegar konur en það skiptir í raun litlu máli; þarf sífellt að tala um útlit kvenna og klæðaburð? Halla hefur verið forseti í nokkra daga og strax er farið að tala um hvaða föt hún klæðist og hvort þau klæði hana. Ef forsetinn væri karl, væru slíkar greinar birtar? Ég efast um það.

Ef

...