Fagn Leikmenn Fram fagna marki Öldu Ólafsdóttur (nr. 7) í gærkvöldi.
Fagn Leikmenn Fram fagna marki Öldu Ólafsdóttur (nr. 7) í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eyþór Árnason

Fram hafði betur gegn Aftureldingu, 3:1, í leik liðanna í 1. deild kvenna í knattspyrnu í Úlfarsárdal í gærkvöldi. Með sigrinum fór Fram upp í þriðja sæti þar sem liðið er með 22 stig. Murielle Tiernan, Birna Kristín Eiríksdóttir og Alda Ólafsdóttir skoruðu fyrir Fram og Telma H. Þrastardóttir fyrir Aftureldingu. Grótta tyllti sér í annað sætið, þar sem liðið er með 25 stig, með 2:1-sigri á Grindavík á bráðabirgðaheimavelli Grindvíkinga í Safamýri.