Myndlistin verður leið til að sættast við eitthvað, skilja það og kryfja án þess endilega að finna svör.
Margrét M. Norðdahl sýnir þessa voldugu innsetningu sem grípur augað og nefnist Allt bara er – Atlas.
Margrét M. Norðdahl sýnir þessa voldugu innsetningu sem grípur augað og nefnist Allt bara er – Atlas. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sýningin Murr stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi. Þar sýna ellefu listamenn verk sín. Sýningarstjóri er Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir.

„Þetta er sýning þar sem fókus er settur á áráttur og endurtekningar. Listamennirnir sem sýna eru á mismunandi aldri, með mismunandi bakgrunn og misvel þekktir, en eiga það sameiginlegt að fara djúpt í viðfangsefnin og gera oft það sama aftur og aftur og þá annaðhvort innan eins verks þar sem ákveðin hreyfing er endurtekin hvað eftir annað eða gera svipuð verk í gegnum árin,“ segir Ingunn Fjóla. „Verkin eru ólík innbyrðis en eiga sameiginlegt að þar birtast endurteknar hugsanir listafólksins.“

Sigurður Ámundason er einn listamannanna. „Hann er alltaf að hugsa um mannleg samskipti og það hversu erfið honum finnst þau vera. Verk hans á sýningunni

...