Fjölskyldan Georg og Ágústa ásamt börnum sínum árið 2013. Efri röð frá vinstri: Örn Randrup, Ingvar, Emil, Ólafur og Ormur. Neðri röð frá vinstri. Sigríður, Georg, Ágústa og Agnes.
Fjölskyldan Georg og Ágústa ásamt börnum sínum árið 2013. Efri röð frá vinstri: Örn Randrup, Ingvar, Emil, Ólafur og Ormur. Neðri röð frá vinstri. Sigríður, Georg, Ágústa og Agnes.

Ingvar Georg Ormsson er fæddur 11.ágúst 1922 og verður því 102 ára á morgun.

Hann fæddist i Reykjavík og ólst þar upp til níu ára aldurs en flutti þá með fjölskyldu sinni vestur á Laxárbakka í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi og bjó þar til fullorðinsára. Hann lauk námi í vélvirkjun í Vélsmiðjunni Héðni 1948.

Georg starfaði síðar í eitt ár hjá Vélsmiðju Hafnarfjarðar. Þá flutti hann til Keflavíkur árið 1950 og setti þar upp eigið bílaverkstæði en stundaði jafnframt leigubílaakstur. Hann var einnig til sjós öðru hverju í millilandasiglingum. Þá stóð hann að því að kaupa togarann Surprice sem strandaði á Landeyjasandi haustið 1967 og starfaði að því að bjarga úr honum verðmætum. Georg hóf störf hjá Radíói Keflavíkur 1979 og starfaði þar til 1987 en ók leigubíl eftir það til 75 ára aldurs.

Þá voru Georg

...