Úrslit Alfreð hefur náð frábærum árangri á leikunum í París.
Úrslit Alfreð hefur náð frábærum árangri á leikunum í París. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Þýska karlalandsliðið í handknattleik, sem Alfreð Gíslason þjálfar, leikur til úrslita gegn Danmörku á Ólympíuleikunum í París á morgun eftir frækinn sigur á Spáni, 25:24, í undanúrslitum í gær. Danmörk lagði Slóveníu að velli, 31:30, í hinum undanúrslitaleiknum í gærkvöldi.

Alfreð hefur þjálfað Þýskaland frá árinu 2020 og er þetta fyrsti úrslitaleikurinn sem liðið kemst í á stórmóti undir hans stjórn.

Ísland á því fulltrúa í úrslitaleikjum bæði karla og kvenna en kvennalið Noregs, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, leikur til úrslita gegn gestgjöfum Frakklands í dag. Þórir hefur áður stýrt liði Noregs til ólympíugulls, á leikunum í Lundúnum árið 2012.

Báðir munu þeir stýra liðum sínum til verðlauna á Ólympíuleikunum en fá þó ekki verðlaunapening sjálfir eins

...