Faglega útfært námsmat er ávallt mótandi til batnaðar, hvað sem það heitir, lokamat (sbr. samræmd lokapróf), leiðsagnarmat, greinandi mat eða stöðumat.
Meyvant Þórólfsson
Meyvant Þórólfsson

Meyvant Þórólfsson

Liðið er hátt á aðra öld og enn mun þó tekist á um námsmat. Þótt orðið sjálft hafi ekki birst á prenti fyrr en um 1970, þá eiga deilur eins og við þekkjum nú um próf og einkunnagjöf sér langa sögu eða allt frá því að landsmenn stunduðu nánast alfarið landbúnað og fiskveiðar. Samfélagsbreytingar voru þó handan við hornið, sem kröfðust þess að allir lærðu að lesa, skrifa og reikna.

Rýnt í söguna

Hjól skólasögunnar slitna seint; sömu spurningar skjóta upp kollinum linnulaust. Hvað eiga nemendur að læra, hvað skiptir máli að prófa (meta), hver á að meta og hvernig? Hvers vegna? Á tilgangurinn að vera að kanna námsárangur þegar námsferli lýkur (lokamat)? Að styðja við nám á meðan það stendur yfir (leiðsagnarmat)? Að grafast fyrir um námserfiðleika (greinandi mat)? Að kortleggja kunnáttu og hæfni áður en

...