Filippía Jónsdóttir fæddist 27. júlí 1940. Hún lést 18. júlí 2024.

Útför fór fram 31. júlí 2024.

Elsku Didda, þá er lífsgöngu þinni lokið hér á jörðinni. Ég er viss um að það hafi verið margir sem að tóku á móti þér í sumarlandinu. Þú varst ævinlega kölluð Didda af okkur öllum systkinunum. Ef til vill hefur það eitthvað haft með það að gera að það voru komnir fjórir strákar áður en þú fæddist. Svo fæddist önnur stelpa og var hún kölluð Lilla.

Við vorum níu systkinin. Þú varst sú fimmta í röðinni. Þú varst 12 árum eldri en ég. Þú varst farin að búa þegar ég var 10 ára. Þið byrjuðuð búskap á neðri hæðinni hjá Lillu og Adda þar til þið byggðuð ykkar eigið hús örstutt frá eða í Miðkoti. Þau bjuggu í Miðtúni.

Þið voruð einstaklega heppin með börnin ykkar, þú

...