Sigursælir Skagamenn komu saman á Akranesi fyrir leik ÍA og Stjörnunnar á dögunum í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá merkilegu afreki karlaliðs ÍA í knattspyrnu. ÍA varð þá Íslands- og bikarmeistari annað árið í röð en það hefur ekkert lið leikið eftir
Meistarar Létt var yfir mönnum á endurfundunum á dögunum.
Meistarar Létt var yfir mönnum á endurfundunum á dögunum. — Ljósmynd/Gunnlaugur Jónsson

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Sigursælir Skagamenn komu saman á Akranesi fyrir leik ÍA og Stjörnunnar á dögunum í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá merkilegu afreki karlaliðs ÍA í knattspyrnu. ÍA varð þá Íslands- og bikarmeistari annað árið í röð en það hefur ekkert lið leikið eftir.

Liðið á því sérstakan sess hjá sagnariturum í sparkinu hér heima en erlendir atvinnumenn fengu einnig að kynnast styrk þessa liðs ÍA. Ekki minni maður en Sir Alex Ferguson fékk að svitna á hliðarlínunni þegar Evrópumeistaralið Aberdeen sló ÍA naumlega út í Evrópukeppni árið 1983 og minnist Ferguson á þessar rimmur í ævsögu sinni, þeirri fyrstu.

Hörður Helgason stýrði ÍA bæði tímabilin og var að sjálfsögðu mættur á endurfundina. „Það var mjög skemmtilegt

...