Úkraínuher hélt áfram sóknaraðgerðum sínum í Kúrsk-héraði Rússlands í gær, fjórða daginn í röð. Rússar hafa sent enn frekara varalið til þess að verja innrás Úkraínumanna í héraðið og eru harðir bardagar sagðir geisa í héraðinu
Árás Úkraínskir viðbragðsaðilar flytja hér á brott lík eins hinna föllnu.
Árás Úkraínskir viðbragðsaðilar flytja hér á brott lík eins hinna föllnu. — AFP/Roman Pilipey

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Úkraínuher hélt áfram sóknaraðgerðum sínum í Kúrsk-héraði Rússlands í gær, fjórða daginn í röð. Rússar hafa sent enn frekara varalið til þess að verja innrás Úkraínumanna í héraðið og eru harðir bardagar sagðir geisa í héraðinu. Hefur almannavarnaráðuneyti Rússlands lýst yfir neyðarástandi í héraðinu.

Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði m.a. í gær að Úkraínumenn væru nú í útjörðum þorpsins Súdzha og þá voru bardagar einnig sagðir fara fram nokkrum kílómetrum sunnan við bæinn Kúrtsjatov, en þar er Kúrsk-kjarnorkuverið staðsett.

Úkraínumenn gerðu einnig í fyrrinótt stóra loftárás á Lípetsk-herflugvöllinn, sem er um 280 kílómetra frá landamærum Rússlands og Úkraínu. Sagði í tilkynningu Úkraínuhers að hann hefði m.a. ráðist á vöruhús þar

...