Það er ömurlegt að íslensk stjórnvöld séu hvött til að skipa sér með þessum einræðisstjórnum og skorast undan að styðja Úkraínumenn.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Það er aðdáunarvert að skrifa grein sem snýst um stöðu öryggis- og varnarmála í Evrópu á líðandi stundu og „stríðsrekstur í Úkraínu“ án þess að minnast einu orði á innrásina 24. febrúar 2022 sem kostað hefur hundruð þúsunda manna lífið og leitt til gífurlegrar eyðileggingar.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu. Hann rauf friðhelgi landamæra nágrannaþjóðar, hún ætti engan tilverurétt og lyti stjórn nazista sem yrði að afvopna og uppræta. Síðan hefur Pútín verið lýstur stríðsglæpamaður.

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, kýs að hlaupa yfir

...