Smávægilegar endurfæðingar nefnist sýning sem Ólöf Björg Björnsdóttir hefur opnað í Listasal Mosfellsbæjar. „Ólöf býr og starfar í gömlu Álafossverksmiðjunni við Varmá í Mosfellsbæ
Eitt verkanna á sýningunni.
Eitt verkanna á sýningunni.

Smávægilegar endurfæðingar nefnist sýning sem Ólöf Björg Björnsdóttir hefur opnað í Listasal Mosfellsbæjar. „Ólöf býr og starfar í gömlu Álafossverksmiðjunni við Varmá í Mosfellsbæ. Hún útskrifaðist frá málaradeild Listaháskóla Íslands árið 2001 en var jafnframt í læri hjá kóreskum meistara auk þess að stunda nám við Listaháskólann í Granada á Spáni.

Ásamt því að halda fjölda sýninga sem ötull málari á Ólöf sér einnig langa sögu í formi innsetninga í óhefðbundnum rýmum, inni sem og undir berum himni,“ segir í fréttatilkynningu. Þar kemur fram að verkin séu nokkurs konar „myndræn ljóð um upplifanir í Kvosinni og það ástand þegar flæðið nær punkti þess sem við getum kallað andans stund eða uppljómun“. Sýningin stendur til 6. september og er opin virka daga kl. 9-12 og á laugardögum kl. 12-16. Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar.