Jón Tryggvi Þorbjörnsson fæddist 21. maí 1941. Hann lést 23. júlí 2024.

Útför var 1. ágúst 2024.

Þegar forustumaðurinn fellur frá er skarð fyrir skildi og eitthvert óskilgreint tómarúm myndast og ekki er það minna þegar maðurinn er stór á margan hátt.

Hann fæddist á mestu umbyltingartímum í íslensku þjóðlífi. Heppinn. Hann fæddist og ólst upp í fegurstu sveit landsins. Heppinn. Stækkaði meira en aðrir. Heppinn. Að loknu bernsku- og æskuárum náði hann sér í lífsförunaut sem hentaði honum fullkomlega. Heppinn. Þau eignuðust heilan hóp barna sem umvafin voru umhyggju og ást alla daga. Heppinn. Þessi afkvæmi eru alltaf til í glens og svo ekki sé minnst á að alltaf eru þau til í hitting með forustunni, sem naut hverrar mínútu þeirra stunda. Heppinn. Hann fór nokkuð víða og kynntist ýmsum hliðum

...