Þjóðskrá Íbúum á landinu fjölgar enn.
Þjóðskrá Íbúum á landinu fjölgar enn. — Morgunblaðið/Eggert

Íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu nam 1,8% og 1,6% á landinu öllu síðustu átta mánuði, samkvæmt tölum sem byggðar eru á skráningu Þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem skráðir eru með búsetu hér á landi. Af 63 núverandi sveitarfélögum fækkaði íbúum í 11 þeirra en þeim fjölgaði eða fjöldinn stóð í stað í 52.

Hinn 1. ágúst síðastliðinn reyndust rúmlega 145 þúsund íbúar vera í höfuðborginni Reykjavík af þeim 405.155 sem skráðir eru búsettir á landinu öllu.

Í fjölmennasta sveitarfélaginu á landsbyggðinni, Akureyri, búa rúmlega 20 þúsund manns. » 18