Ari Ólafsson, leikari og söngvari, er nú á leið í æfingabúðir fyrir alþjóðlegt ferðalag með söngleikinn „The Phantom of the Opera“ þar sem hann mun bæði fara með aukahlutverk og vera varaskeifa fyrir Phantom, óperudrauginn sjálfan, og Raoul greifa
Æfingabúðir Ari Ólafsson fer af stað á morgun í æfingabúðir fyrir söngleikinn The Phantom of the Opera.
Æfingabúðir Ari Ólafsson fer af stað á morgun í æfingabúðir fyrir söngleikinn The Phantom of the Opera. — Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Viktoría Benný B. Kjartansd.

viktoria@mbl.is

Ari Ólafsson, leikari og söngvari, er nú á leið í æfingabúðir fyrir alþjóðlegt ferðalag með söngleikinn „The Phantom of the Opera“ þar sem hann mun bæði fara með aukahlutverk og vera varaskeifa fyrir Phantom, óperudrauginn sjálfan, og Raoul greifa. Ferlið hófst þegar hann fékk tækifæri til að taka þátt í prufum í gegnum nám sitt við Royal Academy of Music sem er virtur söng- og leiklistarskóli í London, en Ari stundaði þar nám í fimm ár. Í náminu fá nemendur tækifæri til að taka þátt í faglegum áheyrnarprufum til þess að fá tilfinninguna fyrir því hvernig leiklistargeirinn virkar. Að sögn Ara býst enginn við því að eitthvað komi út úr svona prufum, en hann komst þó í lokaúrtak tvisvar en fékk ekki hlutverkið. Þá ákvað Ari að það væri góður tími til að fara aftur heim til Íslands og fór á fullt

...