Guðrún Elíasdóttir fæddist 6. mars 1941. Hún lést 20. júlí 2024. Útför fór fram 9. ágúst 2024.

Fyrir tæpu ári sátum við saman í kaffi Hollsysturnar frá Hjúkrunarskólanum. Við höfum haft fyrir sið að hittast nokkrum sinnum á ári og spjalla. Síðan hafa tvær fallið frá og er Guðrún ein af þeim.

Guðrún Elíasdóttir var frábær kona og góður félagi. Ótrúlega áhugasöm um líðan okkar allra og fylgdist vel með okkur öllum ekki síst þeim sem búa erlendis. Guðrún hefur í gegnum árin haldið utan um hópinn og skipulagt mætingar fyrir okkur, stundum í heimahúsum og stundum á kaffihúsum. Við erum henni óendanlega þakklátar fyrir það og nú er skarð fyrir skildi þegar hún er fallin frá. Við söknum hennar allar mikið.

Guðrún var gift Guðmundi Magnússyni frá unga aldri og áttu þau einn son, Elías, og eitt barnabarn, Aþenu. Aþena

...