Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, segir nauðsynlegt að koma á vopnahléi milli Ísraels og Hamas-samtakanna og það þoli enga bið. Ummælin féllu í kjölfar árásar Ísraels á skóla aðfaranótt laugardags sem hýsti palestínskt …
Árás Ungir drengir leita að eigum sínum í rústum byggingar á Gasa.
Árás Ungir drengir leita að eigum sínum í rústum byggingar á Gasa. — AFP

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, segir nauðsynlegt að koma á vopnahléi milli Ísraels og Hamas-samtakanna og það þoli enga bið.

Ummælin féllu í kjölfar árásar Ísraels á skóla aðfaranótt laugardags sem hýsti palestínskt flóttafólk en nærri hundrað eru sagðir hafa látið lífið í árásinni.

Harris er einn fjölmargra stjórnmálamanna sem lýst hafa ónægju sinni vegna árásarinnar. Hún sagði jafnframt allt of marga óbreytta borgara drepna á Gasa.

Árásin var sú fimmta hjá ísraelska hernum á skólabyggingu á einni viku og stjórnmálamenn víða um heim hafa fordæmt hana. Í færslu á dreifimiðlinum X sagði David Lammy utanríkisráðherra Bretlands að Ísrael þyrfti að fara að alþjóðalögum. Ofbauð honum árásin.

Líkamsleifar á víð og

...