Í góðri sveiflu Kynnar Karlakórsins Heimis, Gunnar og Atli Gunnar.
Í góðri sveiflu Kynnar Karlakórsins Heimis, Gunnar og Atli Gunnar. — Sjálfboðaliðinn Gunnar í sumarbúðum í Vatnaskógi við uppáhaldsiðju sína.

Gunnar Magnús Sandholt fæddist 12. ágúst 1949 í Laugarneshverfinu í Reykjavík, og ólst þar upp í foreldrahúsum. „Bernskuslóðirnar, Laugarneshverfið og Laugardalurinn, voru ævintýraland. Þar voru kýr og kálfar, hænsnabú, kartöflugarðar, veituskurðir og njólaskógar. Vinsæl leiksvæði voru athafnasvæði Vatnsveitunnar, hálfbyggð íþróttamannvirki.

KFUM var með starfsstöð á Kirkjuteigi 33. Þar var maður tekinn inn níu ára á sunnudagsfundi og sveitarfundi einn virkan dag í viku yfir vetrartímann. Ég held að engu sé logið þótt ég segi að stundum hafi nær allir strákar 9-12 ára í Teigunum mætt á sveitarfund.

Foreldrar mínir voru virkir sjálfboðaliðar í KFUM og KFUK og það urðum við Stebbi bróðir líka. Sumarbúðirnar í Vindáshlíð og Vatnaskógi voru hluti af uppeldisumhverfi okkar. Fyrst Vindáshlíð þar sem mamma var í forystuhlutverki. Við áttum

...