Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, segir það geta verið ófaglegt að gera samanburð á milli grunnskóla. Niðurstöður úr samræmdum mælingum séu mikilvægar en aðeins fyrir skólayfirvöld til að taka mið af

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

hmr@mbl.is

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, segir það geta verið ófaglegt að gera samanburð á milli grunnskóla. Niðurstöður úr samræmdum mælingum séu mikilvægar en aðeins fyrir skólayfirvöld til að taka mið af.

„Það skiptir gríðarlega miklu máli að kennarar fái svona gögn í hendurnar til að meta eigin störf og skólarnir – til þess að geta borið sig saman við meðaltöl og þróun skólans milli ára,“ segir Helgi við Morgunblaðið.

Hann segir skólayfirvöld þó geta sætt sig við að samræmd könnunarpróf verði aflögð, eins og ráðherra vill að gert verði, þar sem prófin nái aðeins að mæla ákveðna færni nemenda og nýtt námsmat, matsferill, sé í þróun. Eins

...