Viðtal

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Hinum dæmigerða Íslendingi þykir það alveg ágætt að skreppa til Tenerife eða Kaupmannahafnar, og finnst hann vera orðinn að sigldum heimshornaflakkara ef hann hefur heimsótt Cancun eða Balí. En þegar Björn Páll Pálsson talar um ferðir á framandi slóðir og utan alfaraleiðar er hann að hugsa um áfangastaði á borð við Sýrland, Afganistan og Jemen – staði sem flestum myndi ekki detta í hug að heimsækja, þó ekki væri nema af ótta við alls kyns skúrka og stríðsátök.

Björn, sem býr í dag á Srí Lanka, stofnaði árið 2021 ferðaskrifstofuna Crazy Puffin sem sérhæfir sig einmitt í ferðum af þessu tagi og býður m.a. upp á ævintýri í Pakistan, Írak og Túrkmenistan. Hann segir ferðalöngum samt engin hætta búin, þó

...