Fólk verður að skilja að hér er allt önnur þjóðfélagsgerð en er í löndunum sem það er að flýja frá. Hinir verða að gjöra svo vel að fara heim.
Þórður Áskell Magnússon
Þórður Áskell Magnússon

Þórður Áskell Magnússon

Ef maður eins og ég, miðaldra karlmaður, spyr svona spurninga þá er ég líklega búinn að setja mig á stall sem rasista. Ég sætti mig við þann stimpil, svo nú skulum við halda áfram.

Sjálfstæðisflokkur tók þátt í því fyrir skemmstu að stofna enn eina ríkisstofnunina, Mannréttindastofnun. Þar mun stækka hópur launahæstu starfsmanna landsins, ríkisstarfsmanna, sem áfram munu halda því striki að auka rétt þeirra sem ekkert lögðu til til að skapa þann grundvöll sem gerir það að verkum að hingað vill fólk koma. Og þá á kostnað þeirra sem bjuggu það kerfi til.

Við erum í Schengen, því fylgja kostir. En bara ef við nýtum okkur þá. Jú, þar sem við erum í Schengen getum við krafist þess að engin flugvél geti lent á Íslandi með farþega sem ekki hafa framvísað vegabréfi eða jafngóðum

...