Gangan Gengið var frá Hallgrímskirkju og að gatnamótum Fríkirkjuvegar og Skothúsvegar.
Gangan Gengið var frá Hallgrímskirkju og að gatnamótum Fríkirkjuvegar og Skothúsvegar. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Gleðigangan var haldin með pompi og prakt á laugardaginn. Hélt gangan af stað frá Hallgrímskirkju klukkan 14 og var gengið niður Skólavörðustíginn, Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuveg. Alls voru 42 atriði í ár og endaði gangan í Hljómskálagarðinum. Þar tók útihátíð Hinsegin daga við þar sem listamenn á borð við Pál Óskar og Unu Torfa komu fram. Ekki varð þverfótað fyrir fólki í bænum enda voru hátíðarhöld mikil og veðrið með besta móti. Loka þurfti götum víðs vegar um miðbæinn frá klukkan sjö um morguninn og til klukkan sex um kvöldið í flestum tilfellum.