Breiðablik er aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals eftir að hafa lagt Þór/KA að velli, 4:2, í viðureign liðanna í öðru og þriðja sæti Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli á laugardag
Kópavogur Leikmenn Breiðabliks fagna einu af fjórum mörkum liðsins í góðum sigri á Þór/KA á laugardag. Blikar eru nú einu stigi á eftir Val.
Kópavogur Leikmenn Breiðabliks fagna einu af fjórum mörkum liðsins í góðum sigri á Þór/KA á laugardag. Blikar eru nú einu stigi á eftir Val. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Besta deildin

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Breiðablik er aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals eftir að hafa lagt Þór/KA að velli, 4:2, í viðureign liðanna í öðru og þriðja sæti Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli á laugardag.

Leikurinn var sá síðasti í 16. umferð deildarinnar og nýttu Blikar sér jafntefli Vals gegn Stjörnunni á föstudagskvöld. Valur er með 43 stig og Breiðablik með 42. Þór/KA kemur þar á eftir með 28 stig.

Aðeins eru tvær umferðir eftir af deildinni áður en henni verður skipt í efri og neðri hluta.

Sandra María Jessen skoraði annað mark Þórs/KA og er sem fyrr langmarkahæst í deildinni, nú með 17 mörk í 16 leikjum. Hún hefur skorað

...