Reynsla Þórir Hergeirsson ræðir við reynsluboltann Stine Oftedal, sem lauk handknattleiksferli sínum með langþráðu ólympíugulli.
Reynsla Þórir Hergeirsson ræðir við reynsluboltann Stine Oftedal, sem lauk handknattleiksferli sínum með langþráðu ólympíugulli. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Norska kvennalandsliðið í handknattleik, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, vann öruggan sigur á gestgjöfum Frakklands, 29:21, í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í París á laugardag og tryggði sér þannig ólympíugull.

Noregur vann einnig til gullverðlauna á leikunum í Lundúnum árið 2012 þegar Þórir var sömuleiðis þjálfari. Hann var aðstoðarþjálfari þegar liðið vann sitt fyrsta ólympíugull í Peking í Kína árið 2008.

Eftir jafnræði í fyrri hálfleik þar sem Noregur var tveimur mörkum yfir, 15:13, skellti norska liðið í lás og lék frábæra vörn auk þess sem reynsluboltinn Katrine Lunde varði vel í markinu, alls 12 skot með 39 prósenta markvörslu.

Markahæst Norðmanna var Henny Reistad með átta mörk.

...