Hvernig stendur á því, stéttarfélög?
Bjarni Gunnarsson
Bjarni Gunnarsson

Bjarni Gunnarsson

Það er með ólíkindum að enginn skuli taka eftir því hvernig verkalýðsfélögin eru að fjárfesta á íbúðamarkaðinum.

Þau kaupa íbúðir, sumarbústaði og önnur frístundahús og endurleigja til félagsmanna sinna. Ásókn er sögð mikil, en samt svo að menn þurfa að vinna sér inn punkta og jafnvel bíða í nokkur ár áður en þeir fá úthlutað, allavega hjá þeim stærstu.

Ég las frétt á akureyri.net, en þar er verið að kynna nýjar íbúðir í fjölbýlishúsum við Drottningarbrautina á Akureyri og þar kemur fram að verkalýðsfélög séu búin að skrifa undir kaupsamning. Einnig er tekið fram að þetta séu dýrustu íbúðir á Akureyri.

Ég veit að í Hálöndum í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri eru a.m.k. átta hús í eigu

...