Chalumeaux-tríóið og Hanna Dóra Sturludóttir söngkona ljúka sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2024 annað kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru m.a. verk eftir Christoph Graupner, Pál P. Pálsson, Jónas Tómasson og Hjálmar H. Ragnarsson. Chalumeaux-tríóið var stofnað árið 1990 af klarínettuleikurunum Kjartani Óskarssyni, Óskari Ingólfssyni og Sigurði Ingva Snorrasyni. Óskar Ingólfsson lést árið 2009 og tók þá Ármann Helgason sæti hans í tríóinu.