Tómas Erling Lindberg Hansson fæddist 24. september 1958. Hann lést 27. júní 2024.

Útför Erlings fór fram 18. júlí 2024.

Kæri tengda-pabbi.

Ellie er kölluð í höfuðið á þér. Það skiptir miklu máli fyrir mig að börnin mín séu kölluð eitthvað og það fannst þér líka góð hefð. Ég hafði hlakkað til að segja þér þetta, en við náðum því ekki. Þú vildir bíða með að hitta hana af því að þú og amma voruð örlítið lasin. Ég hafði hlakkað til að þú færir í flugvélaleik með henni eins og þú gerðir með Önnu í sófanum þegar hún var pínulítil. Ég hafði hlakkað til að jólasveinninn kæmi við, sem Johan og Önnu fannst svo sniðugur, litlu töfrabrögðin með myntirnar og rauðu kúlunni. Okkur mun vanta þig. Þú safnaðir fjölskyldunni saman um páska, á sumrin og um jól og oft þegar við hittumst var það með stuttum fyrirvara

...