Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Menntamálaráðherra, hin nýstofnaða Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og helstu formlegu talsmenn kennara og skólastjórnenda hafa ekki átt góðar vikur undanfarið. Umræða um stöðu mála í grunnskólum landsins er þannig vaxin að enginn ætti að unna sér hvíldar fyrr en til betri vegar horfir.

Það má segja að þrennt hafi dregið þessa mikilvægu umræðu um menntamál upp á yfirborðið; viðtal við Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóra Réttarholtsskóla í Dagmálum Morgunblaðsins 3. júlí, þar sagði hann íslenskt samfélag standa frami fyrir hamförum þegar kemur að menntun barna, umsögn Viðskiptaráðs um áform menntamálaráðherra um breytingu á lögum um námsmat 22. júlí (samræmdu prófin) og svo umræða um skýrslu Tryggva Hjaltasonar um stöðu drengja í menntakerfinu, sem kynnt var í júní.

Viðbrögðin voru að mörgu leyti jafn sorgleg og þau voru fyrirsjáanleg. Sérstaklega

...

Höfundur: Bergþór Ólason