Hans Jakob (síðar Jakob S.) Jónsson fæddist 7. maí 1956. Hann varð bráðkvaddur 18. júlí 2024.

Útför Jakobs S. fór fram 6. ágúst 2024.

Ég hafði eitt sinn samband við Jakob S. Jónsson og benti honum á að til væru í handriti enskar þýðingar á smásögum móður hans Svövu Jakobsdóttur. Ég spurði Jakob að því hvort hann hefði áhuga á því að koma þessum þýðingum Hallbergs Hallmundssonar á prentaða bók. Hann tók því vel og ég kom handritinu til hans, sem Hallberg hafði prentað út úr Makkatölvunni sinni. Hallberg kallaði sig Tossa þar sem hann notaði Mackin-Tossa-tölvu.

Nokkrum mánuðum síðar hafði ég samband við Jakob til að spyrjast fyrir um hvað væri að frétta af útgáfuferli á smásögum móður hans á ensku. Jakob var hinn hressasti að vanda, hafði komið handritinu til útgefenda hjá Forlaginu þar sem verið væri

...