Gáttuð Sifan Hassan hissa að sjá eftir að hún kom fyrst í mark í gær.
Gáttuð Sifan Hassan hissa að sjá eftir að hún kom fyrst í mark í gær. — AFP/Andrej Isakovic

Hollenska hlaupakonan Sifan Hassan hljóp í gær á besta tíma sem náðst hefur í maraþonhlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í París, sem lauk í gær, og tryggði sér gullið.

Hassan hljóp á 2:22:55 klukkustundum en fyrra ólympíumetið var 2:23:07 klukkustundir. Voru þetta þriðju verðlaun hennar á leikunum en Hassan vann til bronsverðlauna í 5.000 og 10.000 metra hlaupum.

Tamirat Tola frá Eþíópíu hljóp sömuleiðis á besta tíma sem náðst hefur í maraþoni karla er hann hljóp á 2:06:26 klukkustundum á laugardag. Fyrra ólympíumetið var 2:06:32 klukkustundir.

Sveitir Bandaríkjanna í 4x400 metra boðhlaupi karla og kvenna unnu til gullverðlauna á leikunum á laugardag. Bandarísku konurnar leiddu allan tímann en þær Shamier Little, Sydney McLaughlin-Levrone, Gabrielle Thomas og

...