Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, benti á það í grein hér í blaðinu fyrir helgi að fólk fer almennt betur með það sem það á og þarf að greiða fyrir en það sem er „ókeypis“, það er að segja það sem aðrir greiða fyrir. Ráðherrann ræddi sérstaklega skólagögn sem krakkar fá endurgjaldslaust í grunnskólum, og vitnaði í grunnskólakennara sem taldi reynsluna af þessu fyrirkomulagi ekki góða. Virðingin fyrir skóladótinu væri engin orðin og Áslaug Arna nefndi að Hafnarfjörður hefði ákveðið að falla frá því að bjóða upp á ókeypis námsgögn.

„Skólarnir safna of miklu magni af ónotuðum námsgögnum og börn koma heim með fullar töskur úr skólanum af ritföngum og öðru sem þau hafa ekki notað. Þessi saga endurtekur sig á hverju ári með tilheyrandi kostnaði og sóun,“ skrifaði Áslaug Arna og bætti við að eignarréttur snerist ekki aðeins um

...