Sigríður Margrét Oddsdóttir
Sigríður Margrét Oddsdóttir

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir í viðtali við Morgunblaðið í gær á að orkuskortur sé yfirvofandi hér á landi. Þá segir hún að við framleiðum engin verðmæti án orku og að fylgni sé á milli orkunotkunar þjóða og hagsældar þeirra.

Hún bætir við: „Orkuskortur á Íslandi er fyrirséður og hann er þegar farinn að kosta þjóðarbúið milljarða króna í útflutningstekjum, við þurfum þjóðarsátt um græna orkuframleiðslu.

Við þurfum að læra af orkukrísunni sem hefur verið í Evrópu og við þurfum að tryggja að það verði aldrei aftur 15 ára kyrrstaða í orkumálum. Orkuverð þarf líka að vera samkeppnishæft. Framleiðsla og dreifing á orku verður að taka mið af bæði hagvexti og orkuskiptum. Við þurfum meiri græna hagkvæma orku. Slíkt er þjóðaröryggismál.“

Allt er þetta rétt og það dapurlega er að á þetta hefur verið bent árum saman.

Þrátt fyrir það hreyfist fátt og engar breytingar sem duga hafa verið gerðar

...