Lands­björg og Land­helg­is­gæsl­an ræstu ásamt fleir­um út viðbragðsaðila sína á átt­unda tím­an­um í gærkvöldi vegna báts sem hafði hvolft í Hval­f­irði.

Einn var um borð í bátn­um og var hann flutt­ur með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar.

Maðurinn komst sjálfur í land en var blautur og kaldur þegar björgunarfólk náði til hans. Óhappið varð í innanverðum Hvalfirði, nærri Hvammsvík. Um seglbát var að ræða.