Norðurlandamót íslenska hestsins í Danmörku gekk vel og stóðu íslensku keppendurnir sig vel þrátt fyrir að vera flestir á lánshestum. Þeir höfðu knappan tíma til að kynnast hestunum áður en haldið var í braut
Íslenski hesturinn Norðurlandamót fór fram dagana 8. til 11. ágúst í Herning. Mótið var vel sótt og Íslendingar í mörgum verðlaunasætum.
Íslenski hesturinn Norðurlandamót fór fram dagana 8. til 11. ágúst í Herning. Mótið var vel sótt og Íslendingar í mörgum verðlaunasætum. — Ljósmynd/Hestefotograf Melissa

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Norðurlandamót íslenska hestsins í Danmörku gekk vel og stóðu íslensku keppendurnir sig vel þrátt fyrir að vera flestir á lánshestum. Þeir höfðu knappan tíma til að kynnast hestunum áður en haldið var í braut. Aðeins einn hestur í íslenska liðinu kom frá Íslandi en aðrir knapar fengu hesta lánaða víðs vegar um Evrópu.

Sigurvegarar í fimmgangi ungmenna voru þau Védís Huld og Búi frá Húsavík með einkunnina 7,17.

...