Hjörtur Þórarinsson fæddist 10. febrúar 1927. Hann lést 23. júlí 2024. Útför hans fór fram 9. ágúst 2024.

Sérhvert samfélag á mikið undir þeim sem vinna því af heilindum og atorku. Á meðan umræðan og fjas samtímans geisa af krafti vinna þeir verk sín hljóðlega. Þegar storminum slotar standa verk þeirra. Þegar ég hugsa til Hjartar Þórarinssonar kemur þessi mynd í hugann. Ég sé hann fyrir mér stíga örlítið til hliðar þegar hæst fram fer og fylgjast með af íhygli og innsæi. Það má lesa úr svip hans að hann sér hvað bæta megi og oftar en ekki vaknar græskulaus staka, sem samferðamenn fá gjarnan að heyra síðar og jafnvel syngja. Hjörtur var í sínu lífi óþreytandi við að leggja á ráðin um hvað til framfara horfði og leggja því lið. Árið 1961 hófu Hjörtur og Ólöf kona hans störf við nýjan barnaskóla á Kleppjárnsreykjum og leiddu hann fram um veg í 17 ár. Í þeim ranni lágu leiðir okkar fyrst

...