Landsliðsmaður Alfons Sampsted er orðinn leikmaður Birmingham.
Landsliðsmaður Alfons Sampsted er orðinn leikmaður Birmingham. — Ljósmynd/Birmingham

Alfons Sampsted, landsliðsmaður í knattspyrnu, er genginn til liðs við Birmingham á eins árs lánssamningi með möguleika á kaupsamningi eftir tímabilið. Alfons kemur til Birmingham, sem leikur í ensku C-deildinni, frá Twente í Hollandi en þar hefur hann verið í eitt og hálft ár. Áður gerði Alfons garðinn frægan með Bodö/Glimt í Noregi. Alfons verður samherji Willums Þórs Willumssonar hjá Birmingham en saman ólust þeir upp hjá Breiðabliki.