Í Maryland Fjölskyldan fyrir utan Dag Ara á þakkargjörðarhátíðinni.
Í Maryland Fjölskyldan fyrir utan Dag Ara á þakkargjörðarhátíðinni.

Líf Magneudóttir fæddist 13. janúar 1974 í Kaupmannahöfn. „Á afar heitum ágústdegi, hefur mamma sagt mér. Bárður faðir minn var víst á kvöldvakt það kvöldið en það vildi svo vel til að vélarnar biluðu og hann var sendur heim sem varð til þess að hann gat verið viðstaddur fæðingu mína. Og þótt ég hafi fæðst þar þá fluttum við fljótlega heim og ég sleit barnsskónum hér heima, lengst af í Vesturbæ Reykjavíkur.

Eftir útskrift úr Hagaskóla 1990 vildu mamma og fósturfaðir minn Siggi breyta til og við lögðum land undir fót og fluttum til Kaupmannahafnar. Þar fékk ég mitt stúdentspróf og lærði að standa á eigin fótum enda gerði danska kerfið mér kleift að flytja að heiman 18 ára án þess að hafa miklar áhyggjur af peningum. Ég vann þó alltaf með skóla, sem tíðkaðist reyndar ekki hjá Dönum, en ætli ég hafi ekki haldið í marga íslenska siði á meðan ég var þar ásamt því að tileinka mér danska. Í

...