Fjölskylda söngvarans Isaacs Hayes heitins hefur fyrirskipað Donald Trump að hætta samstundis að nota lagið „Hold On, I'm Comin“ í kosningabaráttu sinni. Guardian greindi frá því að fjölskylda Hayes hefði sent Trump og kosningateymi …
Söngdívan Celine Dion hefur ávítað og hæðst að kosningabaráttu Trumps.
Söngdívan Celine Dion hefur ávítað og hæðst að kosningabaráttu Trumps. — AFP/Angela Weiss

Fjölskylda söngvarans Isaacs Hayes heitins hefur fyrirskipað Donald Trump að hætta samstundis að nota lagið „Hold On, I'm Comin“ í kosningabaráttu sinni. Guardian greindi frá því að fjölskylda Hayes hefði sent Trump og kosningateymi hans bréf þar sem hún hótaði lögsókn ef notkun á laginu yrði ekki stöðvuð. Er Trump og teymi hans sagt hafa brotið höfundarréttarlög og krefst fjölskyldan þriggja milljóna dala leyfisgjalds, er jafngildir um 430 milljónum íslenskra króna, vegna notkunar á laginu á árunum 2022 til 2024. Í bréfinu er því haldið fram að kosningateymi Trumps hafi vísvitandi og af mikilli ósvífni tekið þátt í því að brjóta höfundarréttinn þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um að hætta þessari ólöglegu notkun á laginu.

En fjölskylda Hayes er ekki sú eina sem hefur horn í síðu kosningateymis Trumps þessa dagana. Kanadíska stórsöngkonan

...