Ferðamenn í hvalaskoðun
Ferðamenn í hvalaskoðun

Fleiri erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í júlí í ár, samanborið við sama mánuð á síðasta ári. Nemur fjölgunin um hálfu prósenti.

Þetta kemur fram í samantekt hjá Hagsjá Landsbankans, sem unnin er úr gögnum Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands. Þar má sjá að júlímánuður sker sig úr, hvað varðar fjölda erlendra ferðamanna hér á landi, þar sem þeim fækkaði síðastliðna þrjá mánuði þar á undan. Í heild fóru um 277 þúsund erlendir ferðamenn um Keflavíkurflugvöll, en þar á meðal voru Bandaríkjamenn fjölmennastir, þó að þeim hafi fækkað um 12,8%. Ferðamönnum frá Asíu fjölgaði aftur á móti, og þá sérstaklega frá Kína, en á síðasta 12 mánaða tímabili hefur komum kínverskra ferðamanna fjölgað um 119,5%.

Skráðum gistinóttum hélt þó áfram að fækka, en þær voru 9.442.575 í júní, en fækkaði um 1,4% milli mánaða. Þar

...