Hundrað ár eru í dag síðan Guðmundur Benediktsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri fæddist á Húsavík í litlu húsi, sem hét Höfði.

Síðar flutti hann í skólahúsið þar sem faðir hans Benedikt Björnsson var skólastjóri barnaskólans. Móðir hans var Margrét Ásmundsdóttir, annáluð fyrir fallegt handverk og listrænan laufabrauðsskurð.

Guðmundur ólst upp í sjö systkina hópi uppi á lofti í skólahúsinu, enda þekktur af Húsvíkingum sem Mummi í skólanum.

Fjölskyldan varð fyrir miklum harmi þegar tvö systkinanna dóu úr berklum, Ásbjörn aðeins tvítugur, en Ragnheiður 34 ára.

Guðmundur missti föður sinn 16 ára gamall sama árið og hann flutti frá Húsavík til Akureyrar til að stunda nám í Menntaskólanum á Akureyri.

Þótt hann hafi aðeins búið 16 ár á

...