Tvær stórar sýningar eru á Listasafninu á Akureyri. Annars vegar samsýningin Er þetta norður? sem er í sölum 01-05 á efstu hæðinni og hins vegar sýningin Stranded í sölum 10-11. Stranded er stórt sýningarverkefni sem kemur frá Bremen í Þýskalandi
Stranded Á sýningunni, sem er á tveimur hæðum, má sjá verk sextíu og þriggja listamanna. Sýningin hefur verið sett upp víða.
Stranded Á sýningunni, sem er á tveimur hæðum, má sjá verk sextíu og þriggja listamanna. Sýningin hefur verið sett upp víða. — Ljósmynd/Daníel Starrason

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Tvær stórar sýningar eru á Listasafninu á Akureyri. Annars vegar samsýningin Er þetta norður? sem er í sölum 01-05 á efstu hæðinni og hins vegar sýningin Stranded í sölum 10-11.

Stranded er stórt sýningarverkefni sem kemur frá Bremen í Þýskalandi. Wolfgang Hainke er umsjónarmaður verkefnisins ásamt Freyju Reynisdóttur sem er verkefnisstjóri hjá Listasafni Akureyrar. Hönnun sýningarinnar og vinnsla verkanna er í anda Flúxushreyfingarinnar og hefur hún verið sett upp víða, eins og í Búdapest í Ungverjalandi og í Recife í Brasilíu. Sýningin stendur til 29. september.

„Sýningin snýst um málverk sem Franz Wulfhagen gerði af hvalreka árið 1669 í Bremen. Þetta er

...