Íþróttir fara aldrei í frí. Sama hvaða dag ársins er um að ræða er hægt að sjá einhvern íþróttaviðburð. Síðustu tvær vikur hefur allt snúist um Ólympíuleikana í París. Þar sýndi besta íþróttafólk heimsins listir sínar og áttum við Íslendingar nokkra fulltrúa

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

Íþróttir fara aldrei í frí. Sama hvaða dag ársins er um að ræða er hægt að sjá einhvern íþróttaviðburð.

Síðustu tvær vikur hefur allt snúist um Ólympíuleikana í París. Þar sýndi besta íþróttafólk heimsins listir sínar og áttum við Íslendingar nokkra fulltrúa. Ólympíuleikarnir heppnuðust vel og geta Parísarbúar verið ánægðir með sitt framlag.

Fyrr í sumar snerist allt um Evrópumót karla í knattspyrnu. Fréttatími RÚV færðist frá klukkan sjö til klukkan níu í kringum tvo mánuði vegna EM og Ólympíuleikanna, sem er hálf magnað.

Á meðan hefur Íslandsmótið í knattspyrnu verið í fullum gangi og þar er spenna í öllum deildum, bæði karla- og kvennamegin. Bestu deildirnar hafa ekki

...