Ef ég hefði fimm mínútur til að höggva tré myndi ég verja fyrstu þremur mínútunum í að brýna öxina. (Abraham Lincoln)
Þorkell Sigurlaugsson
Þorkell Sigurlaugsson

Þorkell Sigurlaugsson

Oft sjáum við hvað stærri verkefni standast illa tíma- og kostnaðaráætlun og erfitt virðist vera að læra af reynslunni.

Hvatinn að þessari grein er besta og ég vil segja skemmtilegasta bók sem ég hef lesið um stjórnun stórra framkvæmda. Bókin, „How Big Things Get Done“, er eftir Bent Flyvbjerg og blaðamanninn Dan Gardner, kom út á síðasta ári og var valin ein af bestu bókum ársins af Economist, Financial Time, CEO Magazine o.fl.

Um höfundana Bent Flyvbjerg og Dan Gardner

Bent Flyvbjerg er prófessor við Oxford-háskóla og við Upplýsingatækniháskólann í Kaupmannahöfn. Hann er doktor í skipulagsfræðum borga frá Árósaháskóla og Kaliforníuháskóla. Hefur lagt áherslu á skipulagningu og áætlanagerð stærri verkefna. Hann hefur skrifað átta

...