Lokaathöfn Ólympíuleikanna 2024 fór fram á Stade de France-leikvanginum í París í Frakklandi á sunnudaginn en Ísland átti fimm keppendur á leikunum í ár. Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir kepptu í sundi, Erna Sóley Gunnarsdóttir í…
Kúluvarp Erna Sóley Gunnarsdóttir á lokaathöfinni í París en þetta voru hennar fyrstu Ólympíuleikar.
Kúluvarp Erna Sóley Gunnarsdóttir á lokaathöfinni í París en þetta voru hennar fyrstu Ólympíuleikar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Lokaathöfn Ólympíuleikanna 2024 fór fram á Stade de France-leikvanginum í París í Frakklandi á sunnudaginn en Ísland átti fimm keppendur á leikunum í ár. Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir kepptu í sundi, Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúluvarpi, Guðlaug Edda Hannesdóttir í þríþraut og Hákon Þór Svavarsson í haglabyssuskotfimi. Handboltaþjálfararnir Alfreð Gíslason, Dagur Sigurðsson og Þórir Hergeirsson stýrðu svo landsliðum sínum á leikunum.