Sigur Ágúst Guðmundsson, t.v., skoraði 12 mörk fyrir Ísland.
Sigur Ágúst Guðmundsson, t.v., skoraði 12 mörk fyrir Ísland. — Ljósmynd/HSÍ

Íslenska U18 ára landsliðið í handknattleik karla hafði betur gegn Svíþjóð, 34:29, á Evrópumótinu í Svartfjallalandi í gær. Íslenska liðið er þar með komið með tvö stig í milliriðli tvö en tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit. Spánverjar unnu þá Noreg í hinum leik riðilsins. Ágúst Guðmundsson skoraði 12 mörk fyrir Ísland en Harri Halldórsson skoraði sjö mörk. Ísland mætir næst Spáni í hádeginu í dag.