Raunverulegt aðhald þarf í ríkisrekstri

Þótt sumarsólin leiki við landsins börn vita menn að vetur kemur. Að þessu sinni kosningavetur og þá er ýmissa veðra von.

Ríkisfjármálin voru Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra hugleikin í viðtali við mbl.is á föstudag, en honum þykir umræða um ríkisfjármál á miklum villigötum og aukin ríkisútgjöld ekki vandamál.

Hann vísaði til ríkisreiknings fyrir síðasta ár, þar sem afkoman reyndist hundrað milljörðum króna betri en fjárlög gerðu ráð fyrir, þriðja árið í röð. Sá afkomubati væri gríðarlegur og árangur aðhalds í ríkisfjármálum.

„Þannig að ríkisfjármálin hafa verið að hjálpa til við að draga úr verðbólgu í landinu undanfarin tvö ár, að lágmarki,“ bætti forsætisráðherra við.

Nú má staldra við að þriðja árið í röð reynist

...